KEPPENDUR Í RALLÝKROSSI ÞAKKA FYRIR SIG!
Laugardaginn 18. september var haldin kvennakeppni í rallýkrossi eða krónukrossi eins og það er kallað og meirihluti keppenda Suðurnesjakonur. Ein af Suðurnesjakonunum lenti í verðlaunasæti og var það Sigríður A. Ómarsdóttir sem lenti í 3. sæti.Eftir að kvennakeppninni lauk fengu Suðurnesjamenn að spreyta sig og var sett upp Suðurnesjakeppni sem varð til þess að ekki var mikið eftir af bílunum sem höfðu komust nokkuð heilir út úr kvennakeppninni. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Óttar A. Gunnarsson2. sæti Pétur Guðjónsson, 3. sæti Sveinn Hilmarsson. þátttakendur voru sammála um að dagurinn hefði tekist með eindæmum vel og vilja aðstandendur keppninnar þakka Georg V. Hannah í úrabúðinni og Jóni Norðfjörð hjá Skipaafgreiðslunni fyrir góðar móttökur með litum fyrirvara. Einnig viljum við þakka öllum fyrirtækjum á Suðurnesjum fyrir góðan stuðning í sumar.Með kveðju. A.I.F.S.