Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennsla hafin í Íþróttaakademíunni
Fimmtudagur 25. ágúst 2005 kl. 12:44

Kennsla hafin í Íþróttaakademíunni

Kennsla í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ er nú hafin en skólasetning var í Háskólanum í Reykjavík 19. ágúst sl.
Vinna við húsnæði akademíunnar er á lokastigi en þangað til fer kennsla fram í Reykjaneshöll og öðrum íþróttahúsum í Reykjanesbæ.

Alls eru 65 nemendur skráðir í dagsskóla í vetur. Þeir skiptast þannig að 35 manns eru skráðir í íþróttakennarnámið í samvinnu við Háskólann Í Reykjavík og 30 stunda nám á afreksbraut sem er samstarfsverkefni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Mánudaginn 22. ágúst var haldin kynning fyrir nemendur á náminu í húsnæði Íþróttaakademíunnar og fóru þar kennarar yfir þau fög sem kennd verða í vetur og kennslufyrirkomulag. Daginn eftir fór hópurinn í óvissuferð en í gær fór fram ástandsmæling á nemendum og í dag verður sundkunnátta könnuð.

Við setningu skólans kom einnig fram að í vetur verður boðið upp á endurmenntun fyrir starfandi íþróttakennara og annað fagfólk, auk þess sem boðið verður upp á  nám með vinnu.

Af reykjanesbaer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024