Kennsla fellur niður vegna vatnstjóns
Kennsla fellur niður í Hópsskóla í Grindavík í dag, mánudaginn 11. febrúar, vegna vatnstjóns. Kennsla hefst á ný kl. 08:00 þriðjudaginn 12. febrúar. Svo virðist sem drykkjarstöð í gangi í vesturhluta hússins hafi bilað. Þegar starfsfólk kom í morgun hafði talsvert magn af vatni flætt um allan skólann og er tjón nokkurt.
Myndin var tekin í morgun þar sem húsvörður Hópsskóla, slökkviliðsstjóri og starfsmenn áhaldahússins voru í óða önn að ryksuga upp vatnið.