Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kenndu hvor öðrum um árekstur
Laugardagur 19. janúar 2013 kl. 15:23

Kenndu hvor öðrum um árekstur

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til vegna umferðaróhapps í Keflavík í fyrradag. Þar höfðu tveir bílar lent saman og kenndu ökumenn hvor öðrum um óhappið. Lítið tjón varð á bílunum.

Þá fauk farangurkerra á bifreið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og skemmdi hana nokkuð. Loks var bakkað á bifreið í Keflavík og hún skemmd. Ökumaðurinn sem var valdur að því reyndist vera með útrunnið ökuskírteini þegar að var gáð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024