Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennarar óánægðir með uppsetningu á samræmdu prófi
Föstudagur 13. maí 2005 kl. 09:54

Kennarar óánægðir með uppsetningu á samræmdu prófi

Samræmda prófið í stærðfræði sem grunnskólanemar þreyttu í gær var öðruvísi en búið var að kynna kennurum og nemendum.

Kennarar fengu rangar upplýsingar um hvernig prófið yrði byggt upp. Í bréfi Námsmatsstofnunar var tekið fram að sá hluti prófsins sem skyldi leystur án reiknivélar yrði lengri og vega þyngra en undanfarin ár. Kennarar hefðu því undirbúið nemendur með það að leiðarljósi. Prófið var hins vegar með svipuðum áherslum og undanfarin ár.

Sigurgrímur Skúlason, sviðstjóri prófadeildar Námsmatsstofnunar, viðurkennir að dreifingin hafi ekki verið eins og lagt var upp með, hins vegar hafi mörg dæmi verið í reiknivélahlutanum verið til þess fallin að þau væru leyst án reiknivélar.

Myndin tengist efninu ekki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024