Kennarar í FS styðja grunnskólakennara
Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja sendi í dag frá sér yfirlýsingu og lýsti yfir stuðningi við kjarabaráttáttu grunnskólakennara. Félagið krefst þess að grunnskólakennarar fái laun í samræmi við menntun og ábyrgð.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við grunnskólakennara í kjarabaráttu þeirra. Grunnskólakennarar eru einn mikilvægasti hlekkurinn í hverju skólasamfélagi og skólasamfélagið einn mikilvægasti hlekkurinn í hverju samfélagi. Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja krefst þess að grunnskólakennarar fái laun í samræmi við menntun og ábyrgð. Börn og ungmenni í landinu eiga skilið að hljóta faglega og góða menntun og þar eru grunnskólakennarar í aðalhlutverki.
Atli Þorsteinsson
formaður Kennarafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja