Kennarar í FS álykta um styttingu náms til stúdentsprófs
Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja ályktaði á fundi sínum þann 13. nóvember sl. um styttingu náms til stúdentsprófs. Félagið lýsir yfir stuðningi við ályktanir Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskólakennara um hugmyndir menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdentsprófs. Þá telur kennarafélagið að nauðsynlegt sé að nákvæm úttekt sé gerð á innihaldi og skipulagningu náms á unglingastigi grunnskóla og á framhaldsskólastigi, bæði hvað varðar bóknám og iðnnám, og það skoðað með hliðsjón af sambærilegu námi í nágrannalöndunum
Ályktunin er svohljóðandi í heild sinni: Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ályktanir Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskólakennara um hugmyndir menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdentsprófs.
Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja telur að nauðsynlegt sé að nákvæm úttekt sé gerð á innihaldi og skipulagningu náms á unglingastigi grunnskóla og á framhaldsskólastigi, bæði hvað varðar bóknám og iðnnám, og það skoðað með hliðsjón af sambærilegu námi í nágrannalöndunum. Félagið mótmælir þeirri einföldu aðferð að telja klukkustundir þegar borið er saman nám unglinga á Íslandi og í nágrannalöndunum, án þess að skoða á sama tíma atriði eins og kjör og kennsluskyldu kennara, aðstæður nemenda í skólum og annað sem hefur áhrif á námsframvindu, svo sem aukna þörf fyrir tungumálakennslu.
Slakur árangur nemenda við lok grunnskóla og mikið brottfall nemenda úr framhaldsskóla er alvarlegt vandamál í skólakerfinu. Ekki er ljóst hvaða gagn styttra nám í framhaldsskóla hefði hvað varðar þetta vandamál. Þegar námskrá framhaldsskólanna var breytt fyrir fáum árum, var nemendum veitt aukið sjálfstæði í námsvali sínu og það talið skref í því að draga úr brottfalli. Nú á að stíga skref í gagnstæða átt og ekki er ljóst af hverju sú breyting hefur orðið. Stytting framhaldsnáms um eitt ár mun draga úr sveigjanleika í námsvali og auk þess draga úr möguleikum skóla til þess að marka sér sérstakan bás.
Kennarafélagið telur að hugmyndirnar eins og þær eru settar fram séu á skjön við þær grunnhugmyndir sem mótuðu nýja námskrá fyrir nokkrum árum. Svo viðamikil breyting sem þessi aðgerð er hlýtur að kalla á gagngera skoðun á öllu kerfinu og nýtt mat á því hvers skal krafist af nemendum á framhaldsskólastigi.
Samþykkt samhljóða.
Ályktunin er svohljóðandi í heild sinni: Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ályktanir Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskólakennara um hugmyndir menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdentsprófs.
Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja telur að nauðsynlegt sé að nákvæm úttekt sé gerð á innihaldi og skipulagningu náms á unglingastigi grunnskóla og á framhaldsskólastigi, bæði hvað varðar bóknám og iðnnám, og það skoðað með hliðsjón af sambærilegu námi í nágrannalöndunum. Félagið mótmælir þeirri einföldu aðferð að telja klukkustundir þegar borið er saman nám unglinga á Íslandi og í nágrannalöndunum, án þess að skoða á sama tíma atriði eins og kjör og kennsluskyldu kennara, aðstæður nemenda í skólum og annað sem hefur áhrif á námsframvindu, svo sem aukna þörf fyrir tungumálakennslu.
Slakur árangur nemenda við lok grunnskóla og mikið brottfall nemenda úr framhaldsskóla er alvarlegt vandamál í skólakerfinu. Ekki er ljóst hvaða gagn styttra nám í framhaldsskóla hefði hvað varðar þetta vandamál. Þegar námskrá framhaldsskólanna var breytt fyrir fáum árum, var nemendum veitt aukið sjálfstæði í námsvali sínu og það talið skref í því að draga úr brottfalli. Nú á að stíga skref í gagnstæða átt og ekki er ljóst af hverju sú breyting hefur orðið. Stytting framhaldsnáms um eitt ár mun draga úr sveigjanleika í námsvali og auk þess draga úr möguleikum skóla til þess að marka sér sérstakan bás.
Kennarafélagið telur að hugmyndirnar eins og þær eru settar fram séu á skjön við þær grunnhugmyndir sem mótuðu nýja námskrá fyrir nokkrum árum. Svo viðamikil breyting sem þessi aðgerð er hlýtur að kalla á gagngera skoðun á öllu kerfinu og nýtt mat á því hvers skal krafist af nemendum á framhaldsskólastigi.
Samþykkt samhljóða.