Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennarar bænheyrðir í Keflavíkurkirkju
Mánudagur 15. nóvember 2004 kl. 07:26

Kennarar bænheyrðir í Keflavíkurkirkju

Kennarar í Reykjanesbæ munu koma saman til bænastundar í Keflavíkurkirkju nú í morgunsárið áður en skólastarf hefst. Séra Sigfús B. Ingvason mun fara með bænir með kennurum en gert er ráð fyrir að athöfninni sé lokið fyrir kl. átta, þannig að kennarar komist til skóla áður en kennsla hefst að afloknu nær sjö vikna verkfalli. Búast má við að skólastarf verði víða skrýtið í dag, enda víða óvissa meðal kennara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024