Kennarar afhentu bæjarstjóra kröfugerð
Kennarar á Suðurnesjum afhentu í dag Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ kröfugerð frá kennurum til sveitarfélaga. María Sigurðardóttir, kennari í Reykjanesbæ sagði að hættuástand væri að myndast í skólasamfélaginu vegna niðurskurðar, kennarar væru að dragast aftur úr og sú staða væri að myndast að kennarar væru í útrýmingarhættu.
Kjartan sagði að hann sem gamall kennari hefði skilining á þeirra stöðu og að hann myndi afhenda pólitískt kjörnum fulltrúum Reykjanesbæjar kröfugerðina.
Í lok kröfugerðar kennara segir: Kennarar hafa því aðeins tvo kosti. Að yfirgefa skólana og afhjúpa þannig endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á þessu sviði, eða stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir stöðunni sem upp er komin og krefjast viðbragða.
Hér að neðan má sjá nokkurra mínútna myndskeið frá því þegar kennarar afhentu Kjartani kröfugerðina í bókasafni Reykjanesbæjar í dag.
Víkurfréttir sýndu í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni frá afhendingunni í dag.