Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kemst Björk inn á kostnað Árna Johnsen?
Sunnudagur 13. maí 2007 kl. 06:17

Kemst Björk inn á kostnað Árna Johnsen?

Nú styttist í lokatölur í Suðurkjördæmi en þegar á eftir að telja rúmlega 500 utankjörstaðaratkvæði hafa atkvæði fallið sem hér segir:

 

B: 4668atkv     18.8%-2 menn

D: 8885atkv      35.8%-3 menn

F: 1728atkv       7%-1 maður

I: 427 atkv          1.7%-0 menn

S: 6705 atkv       27%-3 menn

V: 2422 atkv        9,8%-1 maður

 

Samkvæmt þessu er Björk Guðjónsdóttir ekki inni á þingi, en Grétar Mar Jónsson er kjördæmakjörinn. Til tíðinda heyrir að gríðarlega mikið er um útstrikanir af lista Sjálfstæðisflokks, en samkvæmt tíðindum frá kjörstjórn, hafa rúmlega 30% kjósenda D-lista strikað Árna út af lista. Það gæti haft það í för með sér að Hann færðist neðar á lista, jafnvel niður fyrir Björk sem kæmist þá inn.

 

Þetta mun væntanlega ráðast með deginum.

VF-mynd/Þorgils - Björk á kjörstað í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024