Föstudagur 14. júní 2019 kl. 09:58
Keilisvél nauðlenti á Vestfjörðum
Kennsluflugvél á vegum flugdeildar Keilis á Ásbrú nauðlenti á Vestfjörðum síðdegis í gær. Einn nemandi var um borð í vélinni og tilkynnti hann sjálfur um atvikið. Hann slapp ómeiddur og vélin er lítið skemmd.