Keilisvél nauðlenti á þjóðveginum við Geysi
Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis missti afl og varð að nauðlenda á þjóðveginum milli Gullfoss og Geysis skömmu fyrir hádegi í dag. Lendingin gekk vel að sögn Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis.
Flugvirki á vegum flugskólans er nýkominn austur til að kanna ástand vélarinnar en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort vélinni verður flogið aftur til Keflavíkur eða flutt landleiðina.
Myndir og frásögn blaðamanns Morgunblaðsins sem varð vitni að lendingunni má sjá hér.