Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilisvél nauðlenti á þjóðveginum við Geysi
Sunnudagur 20. október 2013 kl. 13:28

Keilisvél nauðlenti á þjóðveginum við Geysi

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis missti afl og varð að nauðlenda á þjóðveginum milli Gullfoss og Geysis skömmu fyrir hádegi í dag. Lendingin gekk vel að sögn Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis.

Flugvirki á vegum flugskólans er nýkominn austur til að kanna ástand vélarinnar en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort vélinni verður flogið aftur til Keflavíkur eða flutt landleiðina.

Myndir og frásögn blaðamanns Morgunblaðsins sem varð vitni að lendingunni má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024