Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilisvél í loðnuleit
Föstudagur 16. janúar 2015 kl. 09:25

Keilisvél í loðnuleit

Tveggja hreyfla flugvél frá Keili var notuð til loðnuleitar norður af landinu sl. sunnudag. Það voru bræðurnir Kári og Tómas Kárasynir sem flugu vélinni en með þeim var Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun.

Flogið var frá Egilsstöðum og norður fyrir land til að kanna vísbendingar um loðnu. Kári er reyndur atvinnuflugmaður og fyrrum skólastjóri flugskóla Keilis og Tómas er einnig flugmaður auk þess að vera skipstjóri á Beiti NK. Þeir bræður skiptust á að fljúga vélinni sem nýtt var til ferðarinnar.

Vélinni var flogið 560 mílur á tæpum fimm klukkustundum. Ekki sást til hvals, sem gefur vísbendingar um loðnu, en talsvert var af fugli vestast á leitarsvæðinu. Þar höfðu fundist lóðningar og staðfesti fuglalífið að þar væri mikið æti, segir í frétt um loðnuleitina á vef Síldarvinnslunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024