Keiliskoddinn slær í gegn í Las Vegas
Keiliskoddinn, eða Keilir Pillow, sem Hulda Sveinsdóttir hefur unnið að þróun á síðustu misseri, hefur heldur betur slegið í gegn á risastórri vörusýningu sem nú stendur yfir í Las Vegas.
4000 aðilar sýna vörur sínar á sýningunni og í gær var koddinn hennar Huldu valinn ein af fimm hugmyndum á sýningunni til að keppa um „The Grand Prize“ eða stærstu verðlaun sýningarinnar. Það eru þátttakendur í sýningunni sem standa að valinu. Þeir 4000 aðilar sem eru á sýningunni eru allt framleiðendur og seljendur.