Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Keilir verði innan Reykjanesfólksvangs
Mánudagur 4. maí 2009 kl. 08:54

Keilir verði innan Reykjanesfólksvangs


Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við stjórn Reykjanesfólksvangs, samkvæmt tillögu Þorvaldar Arnar Árnasonar, bæjarfulltrúa. Með því myndi fólkvangurnn stækka til norðurs þannig Keilir og umhverfi hans yrði innan marka hans.

Umrætt svæði er vinsælt útivistarsvæði og kemur í beinu framhaldi af hinu vinsæla göngu- og útivistarsvæði innan fólksvangsins frá Trölladyngju yfir Móhálsadalinn, Sveifluhálsinn og til Krýsuvíkur.  Í tillögu að nýju aðalskipulagi eru sett hverfisverndarákvæði m.a. á Keili og umhverfi hans og því færi vel á því þetta einkennisfjall Reykjanesskagans yrði innan fólksvangsins, segir í fundargerð. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja viðræður við stjórn Reykjanesfólksvangs.
----

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Ljósmynd/elg - Keilir og Keilisbörn.  Vinsælt er að ganga á fjallið.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25