Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilir settur í fyrsta sinn
Mánudagur 27. ágúst 2007 kl. 00:42

Keilir settur í fyrsta sinn

Frumgreinadeild Keilis á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli var sett formlega í fyrsta skipti í dag og hefst kennsla á morgun. Athöfnin fór fram í sal höfuðstöðva Keilis og var það Hjálmar Árnason, forstöðumaður starfsgreinabrautar Keilis sem varð þessa heiðurs aðnjótandi.

 

Þetta er fyrsta námsstarfsemin sem tekur til starfa á vallarsvæðinu síðan bandaríski herinn fór með allt sitt hafurtask fyrir níu mánuðum. Rúmlega 100 nemendur munu hefja nám við deildina, sem skiptist í þrjá hluta, félags-og hugvísindi, verk-og raunvísindi og viðskipti og hagfræði eftir því hvaða braut nemendur hyggjast feta eftir að námi við brautina lýkur. Mikil eftirspurn var eftir námi sem þessu því um 200 umsóknir bárust.

 

Eins og áður hefur komið fram eru nú um 330 íbúðir á vellinum komnar í útleigu og um 700 íbúar búsettir þar. Vonast er til þess að enn fjölbreyttara nám verði í boði við skólann strax eftir áramót.

VF-mynd/Þorgils - Starfsfólki Keilis fær gott lófatak fyrir störf sín við setninguna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024