Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilir: Mikill áhugi á flugvirkjanámi
Þriðjudagur 18. nóvember 2008 kl. 11:18

Keilir: Mikill áhugi á flugvirkjanámi


Mikill áhugi er fyrir flugvirkjanámi hjá Keili á Vallarheiði sem kynnt var á dögunum. Námið á að hefjast í september á næsta ári. Þrátt fyrir að skráning í námið sé ekki formlega hafin og nánari upplýsinga sé ekki að vænta fyrr en í janúar, hafa fjölmargir sýnt náminu áhuga og látið taka niður nöfn sín á lista yfir áhugasama nemendur. Þetta staðfesti Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri samgöngu- og öryggisskóla Keilis í samtali við Víkurfréttir.

Námið sem verður í boði hjá Keili næsta haust hafa nemendur þurft að sækja m.a. í flugvirkjaskóla til Kaupmannahafnar. Samningur Keilis við Icelandair Technical Services (ITS) felur í sér samstarf þessara fyrirtækja um kennslu. Kennt verður eftir almennum og viðurkenndum alþjóðlegum reglum ("EASA Part-147“) og munu nemendur að námi loknu öðlast full réttindi flugvirkja. Atvinnumöguleikar eru töluverðir víða um heim því nám þetta er alþjóðlegt.

Unnið er að öflun fullra heimilda og lánshæfi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Gert er ráð fyrir því að inntökuskilyrði verði þau að nemendur hafi lokið grunnnámi málmiðna eða sambærilegu námi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024