Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilir lækkar skólagjöld í fjarnámi vegna mikillar aðsóknar
Föstudagur 23. janúar 2009 kl. 14:44

Keilir lækkar skólagjöld í fjarnámi vegna mikillar aðsóknar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, hefur ákveðið að lækka skólagjöld við Háskólabrú í fjarnámi um tæp 30% vegna mikillar aðsóknar í námið sem gerir það hagkvæmara, en á annað hundrað nemendur eru nú að hefja slíkt nám hjá skólanum. Auglýst gjöld gerðu ráð fyrir mun minni þátttöku. Skólagjöld í öðru fjarnámi við skólann breytast ekki. Skólagjöld við Háskólabrú voru áður 13.000 fyrir hverja einingu en verða nú 10.000 krónur. Breytinging tekur strax gildi og á bæði við um núverandi og nýja nemendur.


Alls bárust töluvert á þriðja hundrað umsóknir um nám við Háskólabrú, þar af margar frá fólki sem upplifað hefur breytingu á stöðu sinni og högum síðustu vikur vegna ástandsins í samfélaginu. Það er Keili ánægja að geta tekið á móti þessum mikla fjölda í nám við ríkjandi aðstæður og þannig skapað fjölda fólks ný tækifæri. Jafnframt að sú mikla aðsókn skapi skólanum forsendur lækkunar gjalda. Nám við Háskólabrú, skólagjöld jafnt sem framfærsla, er lánshæft hjá LÍN.


Háskólabrú er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands og býður deildin upp á aðfararnám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins.