Keilir í þróunarvinnu fyrir iðnaðarráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið hefur gert Keili á Keflavíkurflugvelli að miðstöð þróunar á sterkum borholufóðringum sem eiga að þola gríðarlegan þrýsting, áhlaup og hita. Þetta upplýsti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í viðtali við Víkurfréttir eftir undirritun samninga við bandarísk og áströlsk stjórnvöld í höfuðstöðvum Keilis í dag. Viðtal við Össur er í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is.