Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Keilir í samstarf við erlenda skóla um þróun á vendinámi
Þriðjudagur 9. ágúst 2016 kl. 16:52

Keilir í samstarf við erlenda skóla um þróun á vendinámi

Nýverið hlaut Keilir verkefnastyrk úr  Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar til að leiða eins árs þróunarverkefni þar sem tekin eru saman fyrirmyndarverkefni á Norðurlöndunum og Eystrarsaltsríkjunum sem tengjast vendinámi. Ásamt Keili eru University College Syddanmark í Danmörku, Háskólinn í Tallinn í Eistlandi og Háskólinn í Turku aðilar að verkefninu. Að verkefninu koma helstu sérfræðingar landanna í vendinámi.

Keilir hlaut einnig ferðastyrk á vegum Erasmus+ áætlunarinnar til að heimsækja VUCsyd fullorðinsfræðslumiðstöðina í Haderslev á Jótlandi, en skólinn hefur á síðustu árum fengið fjölda viðurkenninga fyrir nýstárlega nálgun í hönnun og nýtingu skólahúsnæðis. Ferðin verður farin haustið 2016 og er tilgangur að skoða sérstaklega hvernig tengja má saman kennslurými og kennsluaðferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá tekur skólinn þátt í nýju Erasmus+ samstarfsverkefni um nýstárlegar kennsluaðferðir í skólastarfi. Meðal samstarfsaðila eru háskólar og starfsmenntastofnanir frá Ítalíu, Portúgal, Danmörku, Spáni og Grikklandi. Hlutverk Keilis verður að innleiða þekkingu og reynslu og innleiðingu vendináms.

Keilir hefur verið leiðandi aðili í innleiðingu vendináms (flipped learning) við kennslu. Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu og geta nemendur horft á þær eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kennara. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið frábrugðnar hefðbundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt.

Nánar á Keilir.net