Keilir í beinni útsendingu Víkurfrétta
Keilir og nánasta umhverfi hans eru miðdepill frétta af náttúruhamförum á Reykjanesi. Svæðið hefur nötrað síðustu sólarhringa og fjölmargir öflugir skjálftar orðið þar sem hafa fundst vel á Suðurnesjum og langt út á land.
Nýjustu tíðindi eru hins vegar að mögulega sé að myndast kvikugangur undir svæðinu við Keili og þar gæti gosið.
Frá ritstjórn Víkurfrétta er gott útsýni til Keilis og því ákváðum við nú síðdegis að deila útsýningu með lesendum okkar.