Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Keilir heimsótti háskóla í Skotlandi
Framkvæmdastjórn Keilis ásamt Margaret Munckton, aðstoðarrektor Perth UHI og Peter Farrow, forstöðumanni AST.
Sunnudagur 18. nóvember 2012 kl. 13:45

Keilir heimsótti háskóla í Skotlandi

Framkvæmdastjórn Keilis heimsótti á dögunum Perth UHI háskólann í Skotlandi til að kynna sér námsframboð og kennsluhætti við skólann, ásamt því að koma á samstarfi og efla samskipti milli skólanna. Frá þessu greinir á heimasíðu Keilis, www.keilir.net.

Heimsóknin tókst framar vonum og er ljóst að báðir skólarnir hafa áhuga á að efla tengsl og vinna saman í framtíðinni, meðal annars í uppbyggingu náms í flugvirkjun en Perth UHI starfrækir elsta flugvirkjaskóla í Evrópu (AST). Auk þess var rætt um samvinnu í tæknifræðinámi, auk nemenda- og starfsmannaskipta. Þá er ætlunin að skoða útfærslu á nýjum námsbrautum og samstarfi í þróun kennsluhátta, svo sem í speglaðri kennslu og fjarnámi, en Skotarnir telja sig geta lært margt af Keili í þeim efnum.

Um 8.400 nemendur stunda nám við Perth UHI á 13 starfsstöðvum um allt Skotland, en skólinn sinnir sérstaklega jaðarbyggðum og eyjum. Líkt og Keilir, býður skólinn upp á nám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi, en undir einni yfirstjórn telja þeir að námsuppbygging sé mun hnitmiðaðri og markvissari fyrir hvert svæði.

Keilir væntir mikils af samstarfinu við Perth UHI í framtíðinni og þakkar stjórnendum skólans fyrir höfðinglegar móttökur.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024