Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilir getur tekið við 300- 600 nemendum um áramót
Föstudagur 17. október 2008 kl. 16:46

Keilir getur tekið við 300- 600 nemendum um áramót



Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, hefur leitað eftir samstarfi við Samtök atvinnlífsins, ASÍ og Menntamálaráðuneytið varðandi uppbyggingu náms sem ætlað er að sinna þeirri þörf sem gera má ráð fyrir að skapist á næstu vikum og mánuðum vegna samdráttar í atvinnulífinu.

Keilir telur sig í stakk búinn til þess að taka við 300-600 nýjum nemendum um áramót, helming þeirra í fjarnámi og helming í staðarnámi, helming í nám við Háskólabrú og helming í nám á háskólastigi. Mikilvægt er að skapa fólki með margvíslegan bakgrunn, reynslu og menntun tækifæri og taka tillögur Keilis mið af slíku.

Þegar er hafinn undirbúningur í samstarfi við Reykjanesbæ, Háskólavelli og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um mögulega fjölgun íbúða til útleigu á Vallarheiði frá næstu áramótum fyrir fjölskyldur námsmanna hérlendis og þeirra sem sem gera má ráð fyrir að komi til landsins erlendis frá vegna skertra lífskjara íslenskra námsmanna þar og uppsagna hjá íslenskum fyrirtækjum.

Hvað varðar vel menntað fólk sem nú er að missa vinnu sína hérlendis og erlendis vegna gjaldþrota fjármálafyrirtækja þá vill Keilir þróa áfram frumkvöðlanám í samstarfi við Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem hófs sl. haust. Ljóst er að fjöldamargt fólk með góða menntun og mikla reynslu er nú að missa vinnuna og mikilvægt er að taka vel á móti þessu fólki við heimkomuna og skapa þeim og islensku samfélagi þau skilyrði sem þarf til að það geti komið inn í efnahagskerfið á ný með öflugum hætti. Slíkt vill Keilir ásamt samstarfsaðilum sínum gera á markvissan og framsækinn hátt i frumkvöðlasetrinu Eldey.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024