Fréttir

Keilir flaggar á gosstöðvunum
Mánudagur 29. mars 2010 kl. 09:54

Keilir flaggar á gosstöðvunum

Hópur fólks frá Keili fór á vélsleðum yfir Mýrdalsjökul og að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi á laugardag og var það ógleymanleg upplifun að sögn þeirra sem voru í hópnum. „Vitaskuld höfðum við Keilisfán með okkur og líklega er það fyrsti fáninn til að blakta við nýja fellið,“ sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis við Víkurfréttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Myndir. Fulltrúar Keilis með fánann: Kári Kárason, Hjálmar Árnason og Birgir Bragason.


Ljósmynd: Valgerður Guðmundsdóttir.