Keilir brautskráði 109 nemendur
Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs brautskráði nemendur af Háskólabrú og Flugakademíu föstudaginn 25. janúar síðastliðinn. Alls brautskráðust 109 nemendur, 86 nemendur úr fjarnámi Háskólabrúar og 23 úr Flugakademíu Keilis, þar með talið flugþjónustunámi, flugumferðarstjórn, flugrekstrarfræði og atvinnuflugmannsnámi. Útskriftin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni.
Salóme Þóra Valdimarsdóttir var dúx Háskólabrúar, en hún brautskráðist af Félagsvísinda- og lagadeild með 9,42 í meðaleinkunn. Aðrir dúxar voru Telma Rut Einarsdóttir með 8,99 í meðaleinkunn úr flugumferðarstjórnarnámi, Tania Sofia Jónasdóttir með 9,65 í meðaleinkunn af flugþjónustubraut og Andri Hermannsson með meðaleinkunnina 7,78 í flugrekstrarfræði.
Thelma Sif Sigurjónsdóttir og María Sjöfn Árnadóttir fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnemenda Keilis. Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson sáu um tónlistaratriði.