Keilir annast flugverndarþjálfun
Flugmálastjórnin Keflavíkurflugvelli og háskólinn Keilir á Vallarheiði hafa gert með sér samning um að Keilir annist í framtíðinni þjálfun flugverndarstarfsmanna. Allir sem hafa útgefna aðgangsheimild á flugvallarsvæðinu þurfa að fara í gegnum svokallaða flugverndarþjálfun, hvort sem þeir eru starfsmenn flugmálastjórnar eða þeirra þjónustufyrirtækja sem þar starfa.
Öryggiskröfur á flugvöllum hafa aukist til muna eftir atburðina í BNA 11. september 2001. Auk þess hefur starfsmönnum fjölgað á Keflavíkurflugvelli og því hefur umfang þessara námskeiða því aukist mikið á undanförnum árum.
Á síðasta ári fóru um 1,348 starfmenn í þessa þjálfun á þeim 105 námskeiðum sem haldin voru. Til viðbótar flugverndarnámskeiðunum eru haldin ýmiskonar öryggis- og endurmenntunarnámskeið og voru í það heila haldin 128 námskeið á síðasta ári með samtals um 1740 þáttakendum. Var umfangið orðið það mikið að flugmálastjórn fannst þessum verkefnum betur fyrirkomið í höndum menntastofnunar á borð við Keili.
Fagleg ábyrgð verður eftir sem áður í höndum flugmálastjórnar. Skipað verður sérstakt fagráð tveimur fulltrúum flugmálastjórnar og einum frá Keili.
VF-mynd/elg: Stefán Thordersen, flugvallarstjóri, og Hjálmar Árnason, forstöðumaður fagskóla Keilis, undirrituðu samninginn í gær.
Öryggiskröfur á flugvöllum hafa aukist til muna eftir atburðina í BNA 11. september 2001. Auk þess hefur starfsmönnum fjölgað á Keflavíkurflugvelli og því hefur umfang þessara námskeiða því aukist mikið á undanförnum árum.
Á síðasta ári fóru um 1,348 starfmenn í þessa þjálfun á þeim 105 námskeiðum sem haldin voru. Til viðbótar flugverndarnámskeiðunum eru haldin ýmiskonar öryggis- og endurmenntunarnámskeið og voru í það heila haldin 128 námskeið á síðasta ári með samtals um 1740 þáttakendum. Var umfangið orðið það mikið að flugmálastjórn fannst þessum verkefnum betur fyrirkomið í höndum menntastofnunar á borð við Keili.
Fagleg ábyrgð verður eftir sem áður í höndum flugmálastjórnar. Skipað verður sérstakt fagráð tveimur fulltrúum flugmálastjórnar og einum frá Keili.
VF-mynd/elg: Stefán Thordersen, flugvallarstjóri, og Hjálmar Árnason, forstöðumaður fagskóla Keilis, undirrituðu samninginn í gær.