Keflvískir með hausverk
Keflvíska hljómsveitin Topaz, sem lék í Skrúðgarðinum í Keflavík á þjóðhátíðardaginn, verður í þættinum „Með hausverk um helgar“ í kvöld. Hljómsveitarmeðlimirnir Ási, Ellert, Gunni, Guffi og Varði verða með hausverk í þættinum, sem er á dagskrá frá kl. 21-00 á Sýn. Þar munu þeir m.a. flytja frumsamið efni sem þeir hyggjast gefa út á geisladiski í sumar.