Keflvíkingar sigruðu í baráttuleik
Keflvíkingar sigruðu Hauka 90:74 í 8-liða úrslitum Epson-deildarinnar í körfuknattleik. Leikurinn var jafn í hálfleik 48:48. Magnús Þór Gunnarsson var maður leiksins en hann skoraði 23 stig.Leikurinn byrjaði fjörlega og voru Keflvíkingar komnir með gott forskot á skömmum tíma. Það átti hins vegar eftir að breytast því Haukarnir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og komu sér aftur inní leikinn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi þar sem Keflvíkingar leiddu þó mest allan tímann. Staðan í hálfleik var 48:48.
Í seinni hálfleik byrjuðu Keflvíkingar betur en Haukar voru þó aldrei langt undan. Í fjórða leikhluta settu Keflvíkingar í gírinn og náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu í raun örugglega.
Magnús Gunnarsson fór hamförum í leiknum og skoraði 23 stig þar af sjö þriggjastiga körfur úr níu tilraunum. Jón Hafsteinsson var einnig mjög sterkur og skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst. Damon Johnson var með 19 stig en aðrir voru með minna. Allir fengu að spreyta sig hjá Keflvíkingum sem voru ekki að spila sinn besta leik en sigruðu samt sem áður.
Dómarar leiksins voru ekki til að hrópa húrra fyrir en dómar þeirra voru oft á tíðum mjög furðulegir.
Í seinni hálfleik byrjuðu Keflvíkingar betur en Haukar voru þó aldrei langt undan. Í fjórða leikhluta settu Keflvíkingar í gírinn og náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu í raun örugglega.
Magnús Gunnarsson fór hamförum í leiknum og skoraði 23 stig þar af sjö þriggjastiga körfur úr níu tilraunum. Jón Hafsteinsson var einnig mjög sterkur og skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst. Damon Johnson var með 19 stig en aðrir voru með minna. Allir fengu að spreyta sig hjá Keflvíkingum sem voru ekki að spila sinn besta leik en sigruðu samt sem áður.
Dómarar leiksins voru ekki til að hrópa húrra fyrir en dómar þeirra voru oft á tíðum mjög furðulegir.