Keflvíkingar koma með Íslandsmeistaratitil úr Hólminum
Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þriðja árið í röð eftir sigur á Snæfelli, 99-88, í Stykkishólmi nú rétt áðan. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Keflavíkur í röð. Magnús Gunnarsson var maður leiksins og setti niður 29 stig og þar af sex 3ja stiga körfur. Áhörfendur frá Keflavík fjölmenntu í Hólminn og þar ríkir nú mikil sigurhátíð hjá Keflvíkingum. Von er á myndum úr Hólminum í kvöld en ljósmyndari Víkurfrétta er á staðnum að mynda stemmninguna.
Myndin: Magnús Gunnarsson, maður leiksins, fagnar á Sýn, sem var með leikinn í beinni útsendingu.