Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflvíkingar fyrstir til að leggja KR í deildinni
Fimmtudagur 28. janúar 2010 kl. 08:57

Keflvíkingar fyrstir til að leggja KR í deildinni

Fyrsta umferðin í uppskiptri Iceland Express deild kvenna fór fram í gærkvöldi þar sem Keflavík varð fyrsta lið deildarinnar til þess að leggja KR að velli. Liðin mættust í DHL-Höllinni og hafði Keflavík 64-68 sigur í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 19 stig, Bryndís Guðmundsdóttir gerði 17 og Kristi Smith bætti við 16 stigum. Í liði KR var Signý Hermannsdóttir með 22 stig og 16 fráköst en henni næst kom Margrét Kara Sturludóttir með 14 stig.

Íslandsmeistarar Hauka tóku á móti Val að Ásvöllum og lögðu gesti sína 70-64. Heather Ezell setti niður 22 stig og tók 14 fráköst í liði Hauka, Ragna Margrét Brynjarsdóttir gerði 13 stig og tók 5 fráköst og Telma B. Fjalarsdóttir reif niður 13 fráköst og gerði 9 stig. Hjá Valskonum var Dranadia Roc með meira en helming stiga Valskvenna er hún skoraði 34 stig og tók 6 fráköst.

Grindvíkingar lögðu Hamar í Röstinni 85-74 og fór Michelle DeVault þar fremst í flokki með 24 stig en henni næst var Petrúnella Skúladóttir með 21 stig. Hjá Hamri var Koren Schram stigahæst með 21 stig og 8 fráköst og Julia Demirer gerði 17 stig og tók 14 fráköst.

Lifandi tölfræði var ekki í boði frá Ljónagryfjunni í kvöld en lokatölur voru 67-64 Njarðvíkingum í vil.

Ljósmynd/ Birna Valgarðsdóttir gerði 19 stig fyrir Keflvíkinga. Hér sækir hún að körfu KR í leiknum í gær.

Texti og mynd: [email protected]


www.karfan.is