Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. júní 2001 kl. 10:38

Keflavíkurverktakar og Sparisjóðurinn í Keflavík golfvæðast!

Golfklúbbur Suðurnesja hefur gert auglýsinga- og styrktarsamninga við Keflavíkurverktaka og Sparisjóðinn í Keflavík fyrir árið 2001.Samningurinn felur einnig í sér skipulagða golfkennslu og fræðslu fyrir starfsmenn Sparisjóðsins og Keflavíkurverktaka.
Þessi nýjung hefur mælst vel fyrir hjá báðum fyrirtækjunum og ætlar nærri fjöldi starsmanna að
nýta sér tækifærið og kynna sér golfíþróttina. Golfklúbburinn og fyrirtækin munu í kjölfarið útfæra samstarfið á ýmsa vegu.
Einar Magnússon, formaður Golfklúbbs Suðurnesja sagði þessa samninga mikilvæga og mjög ánægjulega en bæði þessi fyrirtæki hafa stutt klúbbinn vel í gegnum tíðina. Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri sagði það forréttindi að geta tengt Sparisjóðinn við GS sem væri mjög vaxandi félag sem og golfíþróttin. Það samstarf ætti örugglega eftir að aukast enn meira í framtíðinni. Valur Ketilsson, skrifstofustjóri Keflavíkurverktaka tók undir orð Geirmundar og sagði að það væri nauðsynlegt að fyrirtæki huguðu að hollri hreyfingu fyrir starfsfólk sitt. „Golfíþróttin er í mikilli sókn og tilvalin fyrir fjölskyldufólk“ sagði Valur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024