Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:49

KEFLAVÍKURVERKTAKAR HF.: 96% HLUTHAFA Á STOFNFUNDI Í GÆRKVÖLDI

Stofnfundur Keflavíkurverktaka hf. var haldinn í veitingahúsinu Stapa í gærkvöldi. Mjög góð mæting var á fundinn, en 96% hluthafa mættu. Fundurinn er sögulegur í því tilliti að verið var að sameina fjögur aðildarfélög Keflavíkurverktaka í eitt ftórt fyrirtæki. Stjórn Keflavíkurverktaka hf. skipa þau Bragi Pálsson, Jóhann R. Benediktsson, Einar Björnsson, Guðrún Jakobsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Þessir fimm einstaklingar fengu langflest atkvæði og var í raun önnur tveggja blokka sem bauð sig fram til stjórnarkjörs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024