Keflavíkurlögreglan fær liðsstyrk í dag
Mikill liðsstyrkur mun koma til lögreglunar í Keflavík í dag. Um er að ræða lögreglubíl af gerðinni Volvo S80 frá Brimborg. Næstu daga mun lögreglan einnig fá nýjan Hyundai Trajet smájeppa frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum. Báðir þessir bílar eru mjög kraftmiklir, en Volvo bifreiðin er talin vera sú öruggasta í heiminum í dag.Það er nokkuð ljóst að lögreglunni veitir ekki af öllum þeim vélarkrafti sem hún getur fengið miðað við hraðakstur ökumanna að undanförnu í umdæmi lögreglunar.