Keflavíkurlögregla neitar að mæta sem vitni
Þeir sem unnu að frumrannsókn á Geirfinnsmálinu í nóvember og desember 1994 eru mjög ósáttir við þá rannsókn sem Lára V. Júlíusdóttir, sérstakur saksóknari í máli Magnúsar Leópoldssonar, stendur fyrir. Rannsókn Láru beinist að því hvað varð til þess að Magnús sat í 105 daga í varðhaldi grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar þann 19. nóvember 1974. Að frumrannsókn málsins vann Lögreglan í Keflavík með Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann og Valtý Sigurðsson, fulltrúa sýslumanns, í fararbroddi. Þá var Kristján Pétursson, deildarstjóri tollgæslunnar í Keflavík, áberandi við rannsóknina. Allir hafa þessir menn verið boðaðir til að bera vitni fyrir saksóknara. Eftir því sem DV kemst næst mun Kristján mæta í dag. Brynjar Níelsson, lögmaður Hauks, hefur ritað saksóknara bréf þar sem því er lýst að skjólstæðingur hans muni ekki mæta sem vitni. Sjálfur segir Haukur rannsóknina eins og hún er lögð upp vera óþarfa.
"Lögmaður minn hefur ritað saksóknara greinargerð þar sem fram kemur að ég mæti ekki sem vitni. Eins og málið er lagt fyrir þá get ég ekki mætt sem vitni. Ég hlýt að hafa stöðu sem sakaður maður," sagði Haukur í morgun. Hann þvertekur fyrir að Keflavíkurlögreglan hafi á sínum tíma markvisst unnið að því að koma sök á Magnús Leópoldsson með því meðal annars að láta teikna myndir af Magnúsi sem urðu fyrirmynd að frægum leirhaus. "Það er út í hött að halda því fram að Keflavíkurlögreglan hafi með samsæri komið Magnúsi Leópoldssyni í vandræði. Slíkar kenningar eru út í hött því Reykjavíkurlögreglan fór með rannsókn málsins þegar Magnús var hnepptur í varðhald í janúar 1976. Hvergi í málsgögnum okkar er orð um það að finna. Eins og allur almenningur las ég það í blöðunum á sínum tíma að búið væri að loka Magnús inni," segir Haukur.
Lára V. Júlíusdóttir hefur kallað til fjölda vitna. Í gær mætti Skarphéðinn Njálsson lögreglumaður og í dag átti Kristján Pétursson að mæta. Jón Grímsson, íbúi í Seattle, sem sjálfur telur líklegt að hann sé dularfulli maðurinn í Hafnarbúðinni sem varð fyrirmynd Leirfinns, mætir sem vitni undir lok vikunnar. Ekki náðist í Láru V. Júlíusdóttur til að fá hennar viðbrögð við því að Haukur neitar að mæta.
Í DV í dag er íterlegt fréttaljós um leitina að Leirfinni og síðustu stundir Geirfinns. Þar eru meðal annars birtar upplýsingar úr frumskýrslum vegna hvarfs Geirfinns. Frétt af Vísir.is.
"Lögmaður minn hefur ritað saksóknara greinargerð þar sem fram kemur að ég mæti ekki sem vitni. Eins og málið er lagt fyrir þá get ég ekki mætt sem vitni. Ég hlýt að hafa stöðu sem sakaður maður," sagði Haukur í morgun. Hann þvertekur fyrir að Keflavíkurlögreglan hafi á sínum tíma markvisst unnið að því að koma sök á Magnús Leópoldsson með því meðal annars að láta teikna myndir af Magnúsi sem urðu fyrirmynd að frægum leirhaus. "Það er út í hött að halda því fram að Keflavíkurlögreglan hafi með samsæri komið Magnúsi Leópoldssyni í vandræði. Slíkar kenningar eru út í hött því Reykjavíkurlögreglan fór með rannsókn málsins þegar Magnús var hnepptur í varðhald í janúar 1976. Hvergi í málsgögnum okkar er orð um það að finna. Eins og allur almenningur las ég það í blöðunum á sínum tíma að búið væri að loka Magnús inni," segir Haukur.
Lára V. Júlíusdóttir hefur kallað til fjölda vitna. Í gær mætti Skarphéðinn Njálsson lögreglumaður og í dag átti Kristján Pétursson að mæta. Jón Grímsson, íbúi í Seattle, sem sjálfur telur líklegt að hann sé dularfulli maðurinn í Hafnarbúðinni sem varð fyrirmynd Leirfinns, mætir sem vitni undir lok vikunnar. Ekki náðist í Láru V. Júlíusdóttur til að fá hennar viðbrögð við því að Haukur neitar að mæta.
Í DV í dag er íterlegt fréttaljós um leitina að Leirfinni og síðustu stundir Geirfinns. Þar eru meðal annars birtar upplýsingar úr frumskýrslum vegna hvarfs Geirfinns. Frétt af Vísir.is.