Keflavíkurfyrirliðinn í liði umferðarinnar í Noregi
Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Start, var valinn í lið umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni hjá sjónvarpsstöðinni TV2. Haraldur þótti standa sig vel í sigri Start gegn Lilleström, 3:0 sl. sunnudag.
Haraldur fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í vörninni en Start vann öruggan sigur og eygir enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Sex umferðir eru eftir í norsku deildinni og er Start í næst neðsta sæti deildarinnar, 7 stigum á eftir Fredrikstad og Sogndal.
Mynd af heimsíðu Start www.ikstart.no af Haraldi í búningi félagsins.