Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 6. apríl 2001 kl. 09:43

Keflavíkurflugvöllur verður miðstöð samgangna

Í ljósi niðurstöðu kosninga um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni telur Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar tímabært að leita þegar til þess bærra aðila að kanna kosti og framtíðarmöguleika Keflavíkurflugvallar sem miðstöðvar innanlandsflugs og samgangna á Íslandi. Árið 2016 mun Keflavíkurflugvöllur vera enn betur í stakk búinn til þess að vera vel staðsett samgöngumiðstöð í alfaraleið með tvöfaldri Reykjanesbraut og hringtengingu með
Suðurstrandarvegi, að mati ráðsins. Ólafi Kjartanssyni framkvæmdastjóra MOA hefur verið falið að leita leiða til að hefja þessa vinnu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024