Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur tekinn við starfsleyfi flugumferðarþjónustu
Frá vinstri: Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, Hlín Hólm, deildarstjóri flugleiðsögu, flugvalla og flugverndar hjá Samgöngustofu, Þröstur Jónsson, eftirlitsmaður flugs hjá Samgöngustofu, Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar hjá Isavia, Helga R. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öryggisstjórnunar hjá Isavia, og Júlía Guðbjörnsdóttir, sérfræðingur starfsleyfa og ytri krafna hjá Isavia.
Þriðjudagur 7. febrúar 2023 kl. 12:50

Keflavíkurflugvöllur tekinn við starfsleyfi flugumferðarþjónustu

Isavia ohf. hefur tekið við starfsleyfi flugumferðarþjóustu á Keflavíkurflugvelli. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, afhenti Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia starfsleyfið með formlegum hætti á dögunum. Það var afhent að undangengnu samþykktarferli. Með breyttu fyrirkomulagi tekur Isavia ohf. við bæði daglegum rekstri og faglegri umsjón flugumferðarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli. Áfram verður náið samstarf við Isavia ANS, dótturfélag Isavia ohf., um rekstur starfseminnar og samlegðaráhrif í rekstri beggja fyrirtækja nýtt líkt og kostur er í gegnum þjónustusamning.

Skömmu eftir skipulagsbreytingar Isavia árið 2019, þar sem m.a. var stofnað sérstakt félag utan um rekstur flugleiðsögu hjá dótturfélaginu Isavia ANS, var ákveðið að flugumferðarþjónusta á Keflavíkurflugvelli yrði að fullu hluti af daglegum rekstri Isavia ohf. Með því móti eru allir helstu þjónustuþættir sem snúa að rekstri Keflavíkurflugvallar á sömu hendi. Rekstur daglegrar starfsemi flugturnsins í Keflavík hefur til þessa verið að stórum hluta á forræði Þjónustu og rekstrarsviðs á meðan fagleg yfirsjón hefur verið á hendi Isavia ANS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjónustu og rekstrarsvið mun í framhaldi breytingarinnar hafa með höndum stjórnun á flugumferð á Keflavíkurflugvelli og loftrýminu þar í kring. Loftrýmið nær frá jörðu upp í 3000 fet. Þjónustan er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins og er stærsti hópur starfsmanna flugumferðarstjórar og aðstoðarmenn flugumferðarstjóra.

Verkefnið hefur verið unnið í góðu samstarfi milli Isavia ohf, Isavia ANS og Samgöngustofu.