Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur næstum sprunginn
Föstudagur 18. nóvember 2011 kl. 09:49

Keflavíkurflugvöllur næstum sprunginn

Undanfarið hafa þrjú ný flugfélag boðað að þau ætli að hefja reglubundið flug til Íslands á næsta ári, easyJet, WOW og Primera Air. Þá verður umfang flugáætlunar Icelandair fjórtán prósentum meira en í ár og gerir fyrirtækið ráð fyrir um tveimur milljónum farþega á árinu 2012. Því má búast við því að umtalsverð fjölgun ferðamanna verði á landinu á næsta ári. Hafa forsvarsmenn Icelandair áhyggjur af því að Keflavíkurflugvöllur standi ekki undir frekari vexti í framtíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Völlurinn er í raun næstum sprunginn á næsta ári. Við höfum miklar áhyggjur af því að hann ráði ekki við meiri vöxt í framtíðinni nema eitthvað sé að gert,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Hann segist þó búast við að völlurinn ráði við umferðina næsta sumar en til framtíðar séu vaxtarmöguleikar áhyggjuefni.


Sjá fréttaskýringu Morgunblaðsins hér.