Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur lokast um hádegi
Mánudagur 17. maí 2010 kl. 12:04

Keflavíkurflugvöllur lokast um hádegi

Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli verður samkvæmt áætlun til hádegis, en fljótlega upp úr hádegi lokast fyrir flugumferð vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og Icelandair hefur fellt niður flug til Kaupmannahafnar, London, New York, Boston og Seattle síðdegis.


Jafnframt hefur verið fellt niður flug frá Kaupmannahöfn, London, Manchester/Glasgow, Osló, Stokkhólmi, Helsinki, Frankfurt, París, Amsterdam síðdegis í dag, og flug frá New York, Boston og Seattle í kvöld, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sett hafa verið upp ný flug, frá Kaupmannahöfn (tvö flug), Osló, Stokkhólmi, Helsinki, London og Manchester/Glasgow í nótt og er gert ráð fyrir komu þeirra til Keflavíkurflugvallar þegar hann opnar um klukkan 06.00 í fyrramálið.


Mynd: Eyjafjallajökull var drungalegur í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi