Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna glussa á flugbraut

Um hálftíma töf varð á flugi um Keflavíkurflugvöll á öðrum tímanum í dag vegna óhapps sem varð á einni flugbrautinni. Talsverður glussi lak úr flugvél og þurfti að hreinsa hann upp áður en aðrar flugvélar gátu lent á flugvellinum. Frá þessu er greint á vef RÚV. 
 
Meðan á hreinsistarfi stóð hringsóluðu nokkrar flugvélar í grennd við Keflavíkurflugvöll.