Keflavíkurflugvöllur: Lögregla lagði hald á 200 grömm af hassi
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli handtók í gær tvo karlmenn á þrítugsaldri, sem höfðu um 200 grömm af hassi innvortis. Þeir höfðu komið frá Bretlandi. Auk þess voru þrír menn stöðvaðir við komuna til landsins í gær. Þeir eru enn í haldi lögreglu, að sögn Sjónvarpsins. Talið er að þeir hafi sterk fíkniefni innvortis.