Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur fær umhverfisvottun
Fimmtudagur 12. maí 2016 kl. 06:00

Keflavíkurflugvöllur fær umhverfisvottun

Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið vottun frá Alþjóðasamtökun flugvalla (Airports Council International) eftir að hafa lokið fyrsta skrefi í átt til kolefnisvottunar. Frá þessu er greint á vef Isavia. Kolefnisvottunarverkefni samtakanna gengur út á að minnka umhverfisáhrif flugvalla.

Verkefnið skiptist í fjögur stig; kortlagningu kolefnisspors, markmiðasetnigu og minnkun kolefnislosunar, minnkun kolefnislosunar í samstarfi við aðra rekstraraðila á flugvellinum. Lokastigið er kolefnisjöfnun flugvallarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta stigið felst í greiningu á umhverfisáhrifum reksturs flugvallarins á nærumhverfið og kortlagningu á kolefnisspori starfseminnar. Þessi vinna hefur tekið um fimm mánuði en hún er grundvöllur að því að sýna fram á árangur í minnkun kolefnislosunar á hvern farþega í vottunarferlinu.
Kolefnisvottun Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Airport Carbon Accredidation) hefur fengið viðurkenningar frá fjölda stofnana, meðal annars frá Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), Alþjóðaflugmálastofnun (ICAO) og Evrópusambandinu. Alls hafa 156 flugvellir um allan heim fengið vottun ACA, en um þá fara 32,6 prósent flugumferðar í heiminum. Keflavíkurflugvöllur er á meðal 106 vottaðra flugvalla í Evrópu.