Keflavíkurflugvöllur: Ekki staðið við launasamninga?
Verulegur uggur er meðal starfsmanna á Keflavíkurflugvelli vegna þess að ekki hefur enn verið staðið við launahækkanir sem eru bundnar í kjarasamninga frá árinu 2000, og áttu að koma til greiðslu um síðustu áramót.
Eins og gefur að skilja er óánægja meðak starfsfólks og hafa Víkurfréttir heimildir fyrir því að þau hyggi á aðgerðir til þess að knýja á um að gerðir samningar verði virtir.
Víkurfréttir höfðu samband við Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sem staðfesti að fjölmargir hefðu haft samband við skrifstofu félagsins og spurt hvað væri til ráða í þessu máli.