Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur: ekki gert ráð fyrir röskun vegna veðurs
Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 13:52

Keflavíkurflugvöllur: ekki gert ráð fyrir röskun vegna veðurs

Flugleiðavélar frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi eru lagðar af stað áleiðis til Íslands og samkvæmt áætlun á fyrsta vélin að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:34. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að á meðan vindáttin breytist ekki ætti hann von á því að vélarnar myndu allar lenda samkvæmt áætlun: "Nú er austan átt á Keflavíkurflugvelli og hann er að snúa sér í suðaustan. Ef að vindáttin breytist og verulega bætist í veðrið þá verður staðan endurmetin." Varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll er á Egilsstöðum, en þar lentu tvær vélar Flugleiða í morgun vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024