Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur 60 ára
Föstudagur 21. mars 2003 kl. 18:18

Keflavíkurflugvöllur 60 ára

-rúmar 26 milljónir farþegar hafa farið um Keflavíkurflugvöll frá árinu 1957.

Sextíu ára afmælis Keflavíkurflugvallar var minnst með hátíðlegri athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Keflavíkurflugvöllur var vígður þann 24. mars árið 1943 og fyrst flugvallarstjóri var Haukur Claesen. Í ræðu sem Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri hélt kom fram að frá árinu 1957 þegar farið var að halda nákvæma skrá yfir farþegafjölda, vöru og pósts, hafa 26.007.602 farþegar farið um Keflavíkurflugvöll. Frá sama tíma hafa 515 þúsund tonn af vörum farið í gegnum völlinn og rúm 50 þúsund tonn af pósti. Lendingarnar á þessu tímabili eru rúmlega 209 þúsund talsins.

VF-ljósmynd: fjölmenni var á afmælishátíðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024