Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvelli lokað í nótt
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 09:50

Keflavíkurflugvelli lokað í nótt


Hundruð farþega eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli sem var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvelli var lokað um leið.

Icelandair hafði flýtt brottför sjö Evrópuvéla til klukkan fimm í nótt en völlurinn lokaðist áður en að brottför þeirra kom. Vélarnar komast því hvergi og sömu sögu er að segja af fimm öðrum vélum frá Icelandair og Iceland Express. Þrjá vélar frá Bandaríkjunum lentu á Akureyri undir morgun og eru farþegar úr þeim á leið til Reykjavíkur.

Útlit er fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram eftir degi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024