Keflavíkurflugvelli lokað
Samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins, er búið að loka Keflavíkurflugvelli. Mikill öryggisviðbúnaður er á Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna hryðjuverkaárása, sem gerðar voru í dag á World Trade Center í New York og Pentagon, Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Búið er að snúa við öllum farþegaflugvélum á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þær vélar sem hafa ekki nægt eldsneyti til að lenda á Íslandi munu millilenda á flugvöllum í Evrópu til eldsneytistöku. Flugi sem vera á seinnipart dags í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Búið er að snúa við öllum farþegaflugvélum á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þær vélar sem hafa ekki nægt eldsneyti til að lenda á Íslandi munu millilenda á flugvöllum í Evrópu til eldsneytistöku. Flugi sem vera á seinnipart dags í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma.