Keflavíkurbjarg upplýst á menningarnótt í Reykjanesbæ
Kveikt verður nýju umhverfislistaverki á Berginu í Keflavík, svonefndu Keflavíkurbjargi, um næstu mánaðarmót. Nú er hafin vinna við að setja upp ljóskastara sem ætlað er að lýsa Bergið svipað og sést á meðfylgjandi tölvumynd.Kveikt verður á verkinu 2. september og í tengslum við þá uppákomu er ætlunin að efna til menningaruppákomu með leiklist, bílasýningum, flugeldasýningu og fleiru. Dagskráin er en í mótun og þeir sem vilja leggja eitthvað til hennar eru hvattir til að setja sig í samband við Steinþór Jónsson hjá Hótel Keflavík.Það er Hjörleifur Stefánsson hjá Nesrafi sem annast uppsetningu ljósanna og þar er fyllsta öryggis gætt. Sérstakar festingar eru settar í bergið þannig að þeir sem vinna við ljósin eru ávallt fastir í öryggislínu. Ljósin verða tengd inn á gatnalýsingu í bænum og eru kveikt á sama tíma.