Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. febrúar 2002 kl. 14:33

Keflavíkur-boxurum boðið á stórmót í USA

Boxurum í Keflavík hefur verið boðið á eitt stærsta áhugamannamót sem haldið er í heiminum síðla sumars. Guðjón Vilhelm hjá boxfélaginu BAG, segir þetta mikla viðurkenningu því þarna komi saman um 400 boxarar víða að og þarna verði árlega til stórstjörnur framtíðarinnar í boxinu. Það er stærsta boxfyrirtæki í heiminum, Ringside, sem stendur fyrir þessu stórmóti.Guðjón segir að hafi orðið „sprengja“ í boxinu á Suðurnesjum og á landinu öllu. „Aukningin er stöðug og nú eru 130 manns skráðir hjá okkur og æfa reglulega. Mjög líklega er stutt í að draumur okkar, um að boxið verði löglegt á Íslandi, - rætist. Menn telja miklar líkur á því að frumvarp þess efnis verði samþykkt á alþingi á næstunni. Boxið hefur fengið stuðning víða, nú síðast frá Íþróttasambandi Íslands. Það er í raun ekkert til fyrirstöðu lengur að samþykkja íþróttina hér á landi.“
Guðjón fékk bréf frá Ringside inc. sem er stærsta fyrirtæki í boxinu í heiminum í dag og er með nokkra af bestu boxurunum á sínum snærum, s.s. Evander Holyfield og fleiri. Í bréfinu er honum boðið að mæta á „Annual Ringside National labor Day Championships“ sem verða haldnir 28. ágúst til 1. september nk. Í fyrra mættu 400 boxarar tilleiks frá Bandaríkjunum, Puerto Rico, Jamaica og Canada en mótið þótti takast mjög vel. „Umboðsmenn, þjálfarar og forráðamenn klúbba mæta þarna og fylgjast með upprennandi stjörnum. Það er öruggt að boxarar frá Suðurnesjum fari á þetta mót, einungis spurning um hve margir“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024