Keflavík verður lykilembætti í nýskipan lögreglumála
Keflavík verður eitt af lykilembættum í nýskipan lögreglumála á Íslandi, samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá segir að dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið vinni að sameiginlegum tillögum um skipan löggæsluumdæmanna á Keflavíkurflugvelli og Keflavík.
Að neðan er fráttatilkynning dómsmálaráðuneytis:
„Dómsmálaráðherra kynnir niðurstöðu sína varðandi nýskipan lögreglumála“
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ákvörðun sína varðandi nýskipan lögreglumála. Markmið breytinganna er að efla og styrkja löggæslu, bæði rannsókn sakamála og almenna, sýnilega löggæslu.
Samkvæmt því sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti ríkisstjórninni eru áform hans þessi:
1. Lögregluumdæmi í landinu verði 15 talsins (innan sviga þau umdæmi sem bætast við fyrrnefnt umdæmi); Akranes, Borgarnes (Búðardalur), Stykkishólmur, Ísafjörður (Patreksfjörður, Bolungarvík og Hólmavík), Blönduós, Sauðárkrókur, Akureyri (Siglufjörður og Ólafsfjörður), Húsavík, Seyðisfjörður, Eskifjörður (Höfn), Hvolsvöllur (Vík í Mýrdal), Vestmannaeyjar, Selfoss, Keflavík/Keflavíkurflugvöllur og sameinað embætti á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður).
2. Af þessum 15 verði 7 skilgreind sem lykilembætti. Það verði embættin á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Selfossi, Keflavík og sameinað embætti á höfuðborgarsvæðinu.
3. Lögreglustöðvum verði ekki lokað vegna breytinga á lögregluumdæmum og sérstaklega verði ákveðið í reglugerð að lögregluvarðstofur utan aðalstöðvar lögreglu skuli vera í Búðardal, á Patreksfirði, Hólmavík, Bolungarvík, Siglufirði, Ólafsfirði, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal auk þeirra staða sem nú eru tilgreindir í viðkomandi reglugerð.
4. Nýtt embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu taki við löggæsluverkefnum lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannanna í Hafnarfirði og Kópavogi.
5. Skipulagi ákæruvalds verði breytt. Lögreglustjórar verði aðeins með ákæruvald í venjulegum lögreglumálum. Milli lögreglustjóra og ríkissaksóknara starfi saksóknarar, sem beri ábyrgð á meðferð ákæruvalds með vísan til ákveðinna embætta, landshluta eða málaflokka og lúti eftirliti ríkissaksóknara en fái lögreglumenn til samstarfs við rannsókn mála, svo sem efnahagsbrota. Sett verði sérstök lög um ákæruvaldið.
6. Dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið vinni að sameiginlegum tillögum um skipan löggæsluumdæmanna á Keflavíkurflugvelli og Keflavík.
7.Lítil sýslumannsembætti verði efld með flutningi verkefna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur þegar lagt drög að því að flytja m.a. eftirfarandi verkefni til lítilla sýslumannsembætta:
i Miðstöð ættleiðinga.
ii Sjóðir- og skipulagsskrár.
iii Miðstöð fasteignasölueftirlits.
iv Útgáfa Lögbirtingablaðs.
v Málefni bótanefndar.
vi Málefni skjalaþýðenda.
vii Miðstöð eftirlits með útfararþjónustu.
viii Miðstöð happdrættiseftirlits.
ix Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar.
Líklegt er að heildarkostnaður við flutning verkefna i-viii og fjölgun starfa á landsbyggðinni nemi um 50 m.kr. á ársgrundvelli. Í flestum tilvikum kallar flutningur þessara verkefna á lagabreytingar og annan undirbúning. Dómsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við sýslumannsembættið á Blönduósi og fleiri aðila þegar hafið undirbúning að uppsetningu innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar hjá embættinu, og mun reynslan vegna þess flutnings nýtast vel við færslu frekari verkefna til sýslumannsembætta á landsbyggðinni.
Endurskipulagning löggæslu skapar tækifæri til betri nýtingar á fjármunum á mörgum sviðum, einkum hjá fjölmennustu einingunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Svigrúm til hagræðingar er ekki eins mikið hjá fámennum lögregluliðum. Hugað verður að því að styrkja starfsemi rannsóknadeilda hjá lykilembættum, m.a. í tengslum við fjárlagagerð fyrir árið 2007.
Starfsaðstaða lögreglu er almennt góð um land allt. Stöðugt er unnið að endurnýjun fjarskiptakerfa hennar, bílaflota og annars tækjabúnaðar. Áætlun um eflingu sérsveitar verður að fullu komin til framkvæmda á þessu ári. Tryggja þarf lögreglu góða aðstöðu til æfinga og þjálfunar.
Frumvarp til breytinga á lögreglulögum verður lagt fram á vorþingi auk frumvarps til laga um ákæruvaldið samhliða því sem unnið er að lokagerð nýs frumvarps til laga um meðferð opinberra mála.
Að neðan er fráttatilkynning dómsmálaráðuneytis:
„Dómsmálaráðherra kynnir niðurstöðu sína varðandi nýskipan lögreglumála“
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ákvörðun sína varðandi nýskipan lögreglumála. Markmið breytinganna er að efla og styrkja löggæslu, bæði rannsókn sakamála og almenna, sýnilega löggæslu.
Samkvæmt því sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti ríkisstjórninni eru áform hans þessi:
1. Lögregluumdæmi í landinu verði 15 talsins (innan sviga þau umdæmi sem bætast við fyrrnefnt umdæmi); Akranes, Borgarnes (Búðardalur), Stykkishólmur, Ísafjörður (Patreksfjörður, Bolungarvík og Hólmavík), Blönduós, Sauðárkrókur, Akureyri (Siglufjörður og Ólafsfjörður), Húsavík, Seyðisfjörður, Eskifjörður (Höfn), Hvolsvöllur (Vík í Mýrdal), Vestmannaeyjar, Selfoss, Keflavík/Keflavíkurflugvöllur og sameinað embætti á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður).
2. Af þessum 15 verði 7 skilgreind sem lykilembætti. Það verði embættin á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Selfossi, Keflavík og sameinað embætti á höfuðborgarsvæðinu.
3. Lögreglustöðvum verði ekki lokað vegna breytinga á lögregluumdæmum og sérstaklega verði ákveðið í reglugerð að lögregluvarðstofur utan aðalstöðvar lögreglu skuli vera í Búðardal, á Patreksfirði, Hólmavík, Bolungarvík, Siglufirði, Ólafsfirði, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal auk þeirra staða sem nú eru tilgreindir í viðkomandi reglugerð.
4. Nýtt embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu taki við löggæsluverkefnum lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannanna í Hafnarfirði og Kópavogi.
5. Skipulagi ákæruvalds verði breytt. Lögreglustjórar verði aðeins með ákæruvald í venjulegum lögreglumálum. Milli lögreglustjóra og ríkissaksóknara starfi saksóknarar, sem beri ábyrgð á meðferð ákæruvalds með vísan til ákveðinna embætta, landshluta eða málaflokka og lúti eftirliti ríkissaksóknara en fái lögreglumenn til samstarfs við rannsókn mála, svo sem efnahagsbrota. Sett verði sérstök lög um ákæruvaldið.
6. Dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið vinni að sameiginlegum tillögum um skipan löggæsluumdæmanna á Keflavíkurflugvelli og Keflavík.
7.Lítil sýslumannsembætti verði efld með flutningi verkefna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur þegar lagt drög að því að flytja m.a. eftirfarandi verkefni til lítilla sýslumannsembætta:
i Miðstöð ættleiðinga.
ii Sjóðir- og skipulagsskrár.
iii Miðstöð fasteignasölueftirlits.
iv Útgáfa Lögbirtingablaðs.
v Málefni bótanefndar.
vi Málefni skjalaþýðenda.
vii Miðstöð eftirlits með útfararþjónustu.
viii Miðstöð happdrættiseftirlits.
ix Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar.
Líklegt er að heildarkostnaður við flutning verkefna i-viii og fjölgun starfa á landsbyggðinni nemi um 50 m.kr. á ársgrundvelli. Í flestum tilvikum kallar flutningur þessara verkefna á lagabreytingar og annan undirbúning. Dómsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við sýslumannsembættið á Blönduósi og fleiri aðila þegar hafið undirbúning að uppsetningu innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar hjá embættinu, og mun reynslan vegna þess flutnings nýtast vel við færslu frekari verkefna til sýslumannsembætta á landsbyggðinni.
Endurskipulagning löggæslu skapar tækifæri til betri nýtingar á fjármunum á mörgum sviðum, einkum hjá fjölmennustu einingunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Svigrúm til hagræðingar er ekki eins mikið hjá fámennum lögregluliðum. Hugað verður að því að styrkja starfsemi rannsóknadeilda hjá lykilembættum, m.a. í tengslum við fjárlagagerð fyrir árið 2007.
Starfsaðstaða lögreglu er almennt góð um land allt. Stöðugt er unnið að endurnýjun fjarskiptakerfa hennar, bílaflota og annars tækjabúnaðar. Áætlun um eflingu sérsveitar verður að fullu komin til framkvæmda á þessu ári. Tryggja þarf lögreglu góða aðstöðu til æfinga og þjálfunar.
Frumvarp til breytinga á lögreglulögum verður lagt fram á vorþingi auk frumvarps til laga um ákæruvaldið samhliða því sem unnið er að lokagerð nýs frumvarps til laga um meðferð opinberra mála.